fbpx

Hver stendur á bak við LoveMade?

Við fengum hugmyndina um LoveMade þegar við urðum sjálf foreldrar og vorum að byrja að kaupa barnamat handa börnunum okkar. Við urðum frekar vonsvikin með úrvalið og gæðin á barnamatnum sem var til í verslunum. Við ákváðum þá að breyta markaðnum og framleiða okkar eigin barnamat sem við gátum gefið börnunum okkar með góðri samvisku.

Móðirin & stofnandinn

"Við vildum breyta barnamats-markaðnum fyrir börnin okkar. LoveMade er matur sem bragðast vel og við höfum lagt okkur fram í alla staði. Litlu börnin okkar eiga það skilið!”
Silvia Wulff, móðir og stofnandi LoveMade

Þegar ég varð sjálf móðir fannst mér virkilega vanta gæða barnamat - barnamat sem ég gat gefið dóttur minni án þess að þurfa að hafa samviskubit. Markmið LoveMade er að bjóða upp á gæðavöru sem foreldrar geta treyst og er bæði holl, lífræn, hrein og bragðgóð. Vara sem stenst þær kröfur sem ég sjálf geri til matvæla – bæði sem framleiðandi, sem neytandi og sem móðir. Það samsvarar þeim tímum sem við lifum á, þar sem rannsóknir sýna að fyrstu tvö árin í lífi barns eru mjög mikilvæg í tengslum við hvernig bragðlaukar og fæðuval þróast.

Kokkarnir á bak við LoveMade

Dönsku matreiðslumennirnir Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg hafa þróað uppskriftirnar að LoveMade með áherslu á að sameina gott bragð, sjálfbærni og góða náttúrulega áferð. Með þróun uppskriftanna var einnig tekið tillit til vaxtar og næringarþarfa barnsins.

„Við vinnum út frá því markmiði að matur sé búinn til með sem mestri umhyggju fyrir heiminum sem við búum í, án þess að skerða bragðið. Í okkar trú er besta bragðið framleitt með því að nota hágæða lífrænt hráefni. Þannig bragðast maturinn ekki bara vel heldur stuðlar hann einnig að góðri samvisku.“


------


Vissir þú…


- að Mikkel Maarbjerg er fyrsti danski kokkurinn sem fékk Michelin stjörnur í Danmörku?

- að Kirk & Maarbjerg hafa gefið út nokkrar matreiðslubækur - þar á meðal eina fyrir börn?

- að Mikkel Maarbjerg var árið 2017 verðlaunaður sem ”kokkur kokkanna”?