fbpx

Lágt sykurinnihald

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, danska landlæknisembættið, danska matvælastofnunin og fjölmargir sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum hafa á undanförnum árum bent á að sykurinnihald í barnamat (sérstaklega skvísum) er alltof hátt. Þróunin er þannig að börn venjast ung mikilli sætu sem hefur áhrif á fæðuval þeirra til framtíðar. Einnig hafa tannskemmdir aukist mikið meðal ungra barna sem má rekja beint til mikillar sætu í matarræði.

Við viljum breyta þessari þróun og höfum verið í fararbroddi til að þróa úrval af vörum sem stenst næringarfullyrðinguna „Lágt sykurinnihald“ samkvæmt ESB löggjöf.

Næringarríkur matur - minni sæta

Nýju millimálin okkar innihalda blöndu af grænmeti, ávöxtum, baunum og öðrum hollum hráefnum sem innihalda mikilvæg næringarefni fyrir barnið.

Við leggjum áherslu á alvöru millimál með góðri næringu, sem byggir ekki bara á sykruðum ávöxtum, heldur stuðlar það að jafnvægi í mataræði og minni sætu, þannig að barnið lærir að borða hollt og fjölbreytt frá byrjun.

100% lífrænt og náttúrulegt!

"Enginn viðbættur sykur" er ekki nóg!

Matvörur geta haft mjög hátt sykurinnihald þrátt fyrir að þær innihaldi engann viðbættan sykur. Matvörur sem eru merktar ”Lágt sykurinnihald” innihalda minna en 5 g af sykri í hverjum 100 g. Þannig geta foreldrar treyst því að þegar þau kaupa vörur merktar "lágt sykurinnihald", að þær fari vel með tennur barnsins og gefi ekki sveiflur í blóðsykri.

Flestar okkar vörur gera enn betur og innihalda minna en 3 g af sykri í 100 g.

Okkar eigin næringarviðmið

Vörurnar frá LoveMade voru þróaðar í samvinnu við danska kokka og meðeigendur LoveMade, Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg, auk þess sem klíníski næringarfræðingurinn Birgitte Mie Hansen yfirfór og gaf góð ráð.

Auk þess að ábyrgjast lágt sykurinnihald inniheldur LoveMade engan djús, þykkni eða sítrónusafa, aðeins meira grænmeti og hráefni eins og hafra, quinoa og baunir til að gera máltíðina enn hollari fyrir barnið.

Birgitte Mie Hansen bendir á að "lítil börn þurfa virkilega mikla orku og næringarefni, sérstaklega á fyrsta árinu, þar sem líkami þeirra og heili eru að fara í gegnum gríðarlegan þroska og vöxt." Þetta krefst mikillar næringar svo mikilvægt er að allar máltíðir barna gefi góða næringu, ekki síst millimáltíðarnar. Margir foreldrar nota skvísur sem máltíðir en því miður eru flestar skvísur á markaðnum eru byggðar af langmestu leiti upp af sætum ávöxtum