fbpx

Bornar fram með skeið og ást

Máltíðirnar okkar eru hannaðar til að hvetja til að bera fram mat með skeið. Það er mikilvægt fyrir færni í hreyfiþroska og stuðlar að því að þróa eðlilegt samband við mat hjá litlu börnunum okkar, strax í upphafi.

Máltíðir með skeið

Í hraða nútímasamfélags verða oft þægindi fyrir valinu í matarræði. Skvísurnar eru orðnar mjög vinsælar enda auðveldar fyrir börnin sjálf að nota og þægilegar á ferðinni. Hins vegar má ekki gleyma að máltíðir eiga einnig að vera þroskandi og tengjandi samvera foreldra og barns. Það er einnig mikilvægt fyrir börn að kynnast mismunandi áferð og hitastigi á mat.

Við þróuðum máltíðirnar okkar í umbúðum sem eru í laginu eins og lítil skál - tilbúnar til að bera fram með skeið. Þegar barnið er aðeins eldra getur það æft sig í að borða sjálft beint úr litlu skálinni.

Góðar matarvenjur

Markmið okkar var að hanna máltíðirnar svo þær yrðu bornar fram með skeið þar sem móðir eða faðir horfir í augun á barninu, skapar nálægð og stuðlar að hreyfiþroska.

Við vinnum vandlega að réttri samsetningu bæði hvað varðar bragð og næringu, og við viljum að máltíðirnar séu sem líkastar heimalöguðum mat.

Sköpum matargleði! Kostir þess að læra að borða með skeið:

- Barnið þróar góðan hreyfiþroska, svo sem samhæfingu handa, augna og munns, og lærir að loka munninum í kringum skeiðina, færa matinn um í munninum, tyggja, kyngja og gera hlé á milli bita.

- Skapar góðar matarvenjur með fjölskyldunni, að sitja saman við borðið og mynda tengsl á meðan borðað er. Þetta styður við félagslegan þroska og málþroska.

- Eykur skynþroska. Barnið getur séð, lyktað og snert matinn sem er mikilvægt til að skapa heilbrigt samband við mat.

- Matur með mismunandi áferð og bragði styður við þroska og undirbýr barnið fyrir "venjulegan" mat fjölskyldunnar.