fbpx

Já! Allt hráefni í LoveMade er 100% lífrænt, líka kryddin. Við myndum aldrei gera undantekningu á þessu. Að okkar mati kæmi ekki til greina annað en að nota lífræn hráefni og eru þónokkrar góðar ástæðar fyrir því.

Lestu meira hér!

Þú getur keypt LoveMade vörur í verslunum Krónunnar og Nettó á Íslandi.

Sjá nánar.

Umbúðir LoveMade eru vandlega valdar til að vera þægilegar og nútímalegar fyrir foreldra. Skálarnar undir máltíðunum eru bæði 100% endurnotanlegar og endurvinnanlegar. Þær eru PP05, alveg án BPA og annarra skaðlegra efna. Skálarnar megar bæði fara í örbylgjuofn og uppþvottavél. Skálar úr PP05 plasti hafa verið mjög vinsælar undir barnamat í Bretlandi og Bandaríkjunum, sérstaklega vegna þess að þær vernda matinn vel og hafa engin áhrif á bragð eða áferð matarins. Auk þess eru þær meðfærilegar og léttar.

Lokið á skálunum er úr sílíkoni, til að minnka einnota plastnotkun. Við hvetjum til endurnotkunar á skálunum eða setja í endurvinnslu þar sem þær eignast nýtt líf enda er PP05 vinsælasta efnið til endurvinnslu.

Lestu meira um umbúðirnar hér.

Við mælum með að taka filmuna af skálinni (eða stinga göt á hana) og hita máltíðirnar í sirka 45 sek. Hrærið vel í matnum svo hitinn jafnist út og prófið svo hitastigið áður en barninu er gefið.

Það má líka hita máltíðina í vatnsbaði (í skálinni) í 4-5 mínútur eða taka matinn úr skálinni og setja í lítinn pott og hita upp við vægan hita.
Það má alveg gefa matinn án þess að hita hann upp en maturinn bragðast best þegar hann er volgur og áferðin jafnari.

Það má ekki endurhita matinn svo við mælum með að hita aðeins það magn sem þið teljið að barnið borði.

Það er mjög mismunandi hversu mikið lítil kríli borða. Við mælum með að skipta máltíðinni í sirka þá skammta sem barnið borðar og hita aðeins einn skammt í einu. Ekki má endurhita skammt sem hefur verið hitaður áður. Eftir opnun má geyma matinn í kæliskáp með loki í einn sólarhring ef maturinn hefur ekki verið hitaður eða borðaður beint úr ílátinu.

Allar okkar vörur uppfylla næringarfræðilega öll skilyrði fyrir fulla máltíð ungbarna samkvæmt danska heilbrigðiseftirlitinu. Aldursviðmið stendur á hverri pakkningu sem er gott að nota sem viðmið en ungbörn fara mishratt í gegnum hreyfiþroska og foreldrar vita oft best hvenær barnið þeirra er tilbúið til að prófa fasta fæðu. Við mælum með að vera þolinmóð og byrja smám saman til að sjá hvernig krílið tekur í matinn og þessa nýju áferð.

Flestar okkar vörur eru án mjólkur/mjólkurpróteins. Við erum með grænmetismáltíðir en þær innihalda ost (ekki vegan). Hér undir "vörur" getur þú lesið nánar um innihald og næringargildi á öllum okkar vörum.

Nei, alls ekki. Við setjum aldrei sykur eða salt í okkar vörur.

Nei vörurnar frá LoveMade innihalda engin aukaefni eða rotvarnarefni og munu aldrei gera það.

Maturinn er útbúinn í stórum pottum, síðan er honum skammtað í skálarnar, þeim lokað loftþeétt með plastfilmunni og síðan er maturinn hitaður við aukinn þrýsting (upp í 121-130°C) með svokölluðu autoclaving (gufusæfi eða átóklafa) ferli. Í þessu upphitunar/suðuferli verður maturinn gerilsneyddur og skapar það náttúrulega varðveislu. Þannig getur maturinn haldist við stofuhita þar til innsiglið er rofið.

LoveMade er danskt fyrirtæki, stofnað af móður sem vildi breyta þróuninni sem hefur orðið síðasta áratug á barnamat og bæta úrvalið af hollum barnamat í hillum verslana. Michelin-kokkarnir Mikkel Maarbjerg og Nikolaj Kirk eru meðstofnendur og þróa allar Lovemade uppskriftirnar.

Framtíðarsýn okkar er að taka barnamat á hærra plan. Flokkurinn hefur staðið í stað í mörg ár og millimálin orðin sætari og sætari. Við viljum að foreldrar geti keypt og borið fram létta máltíð fyrir barnið sitt með góðri samvisku. Börn eiga skilið gæði og við vitum að foreldrar hafa oft lítinn tíma eða tækifæri til að gera matinn sjálf.
LoveMade er barnamatur með áherslu á bragð, áferð, sjálfbærni, gott hráefni og næringarríka samsetningu.

Fleiri spurningar?