fbpx

Sjálfbær hugsun í hverju skrefi

Hvað gerum við til að gera vörurnar og framleiðsluna eins sjálfbæra og mögulegt er?

Framleiðslan

Við skiljum vel þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna loftslagsbreytinganna og gerum allt sem unnt er til að draga úr áhrifum framleiðslunnar á umhverfið. Til að mynda gripum við til aðgerða til að draga úr þyngd þeirra umbúða sem notaðar eru við framleiðsluna og hefur sóun minnkað um meira en 60% undanfarin ár.

Val okkar á umbúðum

Umbúðir lovemade eru vandlega valdar til að vera þægilegar og nútímalegar fyrir foreldra. Skálarnar undir máltíðunum eru bæði 100% endurnotanlegar og endurvinnanlegar. Þær eru PP05, alveg án BPA og annarra skaðlegra efna. Skálarnar megar bæði fara í örbylgjuofn og uppþvottavél. Skálar úr PP05 plasti hafa verið mjög vinsælar undir barnamat í Bretlandi og Bandaríkjunum, sérstaklega vegna þess að þær vernda matinn vel og hafa engin áhrif á bragð eða áferð matarins. auk þess eru þær meðfærilegar og léttar.

Lokið á skálunum er úr sílíkoni, til að minnka einnota plastnotkun. Við hvetjum til endurnotkunar á skálunum eða setja í endurvinnslu þar sem þær eignast nýtt líf enda er PP05 vinsælasta efnið til endurvinnslu.

Við höfum reynt aðrar tegundir umbúða en best hefur reynst að nota sömu endurnýtanlegu, gagnsæju plastskálina og hafa þær eins fyrir allar máltíðir okkar. Þannig lágmörkum sóun í framleiðslu og það gefur meiri sveigjanleika. Annar kostur er að það er engin fyrningardagsetning á plastskálinni sjálfri, sem þýðir að það verður engin sóun á umbúðum einungis vegna dagsetningar.

FSC vottun

Við notum aðeins endurvinnanlegan pappa og höfum frá upphafi sett FSC vottun í forgang. FSC er vottun á sjálfbærum við og pappír. FSC vottun tryggir að timbrið og pappinn sem notaður er kemur úr sjálfbærum skógum og þannig stuðlum við saman að því að vernda skóga og dýr. Einnig er bæði timbrið og pappinn rekjanlegt frá framleiðanda til viðskiptavinar.

Fæðuöryggi

Plastskálarnar veita aukið fæðuöryggi. Eins og tæknin er í dag er ekki hægt að rekja gler (þ.m.t. glernálar) sem aðskotahluti í glerumbúðum með 100% vissu. Auðveldara er að rekja og skanna eftir aðskotahlutum í gegnum plastkálar. Matvælaöryggi er okkar allra mikilvægasta áhersla.

Við erum að gera okkar besta!

Ofangreint útskýrir aðeins nokkrar af markmiðunum og gildunum á bak við LoveMade. 100% lífbrjótanlegar umbúðir væru tilvalin lausn og við munum aldrei hætta að leitast eftir hinni fullkomnu lausn. En því miður er ekki búið að þróa þessa tegund af umbúðum í heiminum, sem hægt er að nota fyrir þá tegund matvælaframleiðslu og þá ferla sem þarf í framleiðsluna okkar.

Við val á umbúðum er því mikilvægt fyrir okkur að skoða heildarmyndina og gera það sem við getum í öllum ferlum í tengslum við jarðefnaeldsneyti, losun gróðurhúsalofttegunda, vatnsnotkun í framleiðslu, þyngdarhlutfall vöru/umbúða og áhrif á flutninga.

Hægt er að stafla skálunum okkar með hagstæðum hætti í flutningi frá birgja til framleiðslu, og ef við berum saman við gler er co2 fótsporið sem tengist flutningi og endurnýtingu glers óverulega minna en plast - svo ekki sé minnst á framboð á auðlindum og takmörkunum við endurvinnslu glers.