fbpx

Einfaldlega engu bætt við nema ást

LoveMade var stofnað í Danmörku af ástríkum foreldrum og þekktum Michelin kokki, með skýrt markmið um að bjóða betri barnamat. Lífrænu barnamáltíðarnar okkar hafa verið þróaðar til að sameina gott bragð og bestu mögulegu næringuna fyrir börnin okkar. Verði ykkur að góðu!

Kokkarnir okkar

Kokkarnir tveir Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg hafa þróað uppskriftir LoveMade með áherslu á að sameina gott bragð, sjálfbærni og hollustu. Í þróunarvinnunni var gætt mjög vel að því að máltíðirnar henti vexti og næringarþörf barnsins.

"Við vinnum út frá því markmiði að mat eigi að útbúa með mestu mögulegu umhyggju fyrir heiminum sem við búum í, án þess að hafa neikvæð áhrif á bragðið. Við erum sannfærð um að besta bragðið fæst með lífrænu hágæða hráefni. Með því mun maturinn ekki aðeins bragðast betur, heldur er samviskan einnig betri."

LoveMade stendur fyrir hágæða mat - borinn fram með skeið og nærveru!

Allar okkar ljúffengu máltíðir eru 100 % lífrænar og náttúrulegar!

"Mér fannst vanta barnamat sem ég gat gefið dóttur minni, án þess að ég þyrfti að sætta mig við minni gæði eða verri samvisku. Markmið LoveMade er að bjóða heiðarlegan og hreinan barnamat - með áherslu á umhverfið og gott bragð. Réttur matur, sem við foreldrarnir getum ábyrgst!"

Silvia Wulff
Móðir og stofnandi LoveMade

Lífrænn & næringarríkur

Allar okkar vörur eru 100% lífrænar.

Rannsóknir sýna að fyrstu tvö árin í lífi barns eru mikilvæg í tengslum við hvernig bragðlaukar og fæðuval þróast síðar á ævinni. Þess vegna verðum við að gefa börnum okkar góða bragðupplifun frá upphafi!
Með þróun uppskriftanna okkar hefur verið tekið tillit til vaxtar og næringarþörf barnsins. Þess vegna eru allar máltíðir okkar í samræmi við ráðleggingar landlæknisembættisins um næringu fyrir ungbörn - sem og kröfur danska matvælastofnunarinnar um samsetningu næringar og gæða.